föstudagur, október 28

a child is born...barabbaba....!


Það er komin lítil Helga og Elsu dóttir í heiminn!!
Litla prinsessan er 49 cm og 12 merkur.
Fjölskyldunni heilsast vel.

Ég vil því endilega óska elsku bestu elsunni minni innilega til hamingju með þessa litlu fallegu mús og hvet alla til að senda henni sms skeyti, hún tekur víst við svoleiðis...

Ég er nú þegar komin með 2/3 af gjöfinni minni sem ég ætla að gefa prinsessunni en svo er víst að maður þarf kannski að kontakta eiríku frænku í boston og leyfa henni að fara í smá baby shopping... hmmm....

Vá hvað ég hlakka til að geta komið kvennmannsvisku minni áfram til litla krílisins...já þetta er Cosmó...já við viljum launajafnrétti....já strákar eru skrýtnir...

Ég er svo stolt af henni elsu minni, gift og komin með barn...vá....

en meira um það kannski seinna.
prófalestur og kraftgallinn eru tekin við!
mikið af ást
siggadögg

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til Hamingju Elsa með litla kútinn þinn.

p.s. strákar skrýtnir já, stelpur skrýtnar ummm já, en það er gaman að vera ólík annars værum við ekkert skemmtileg

Mystery Man

Nafnlaus sagði...

sigga min hvad ma eg eida i saengurgjof?
eg hringdi i bjarna bro og hann gaf ner leyfi til ad versla fyrir 100 dollars a ofaedda barnid
oh my god tad eru svo falleg stelpufot i budunum nuna eg er allveg ad flyppa ut

Sunna sagði...

Til hamingju Sigga mín skáfrænka!!
Gangi þér vel í þessum miður skemmtilega próflestri, síjú á morgunn!!

Sigga Dögg sagði...

eiríka mín, ég ætla að athuga hvort að stelpurnar vilji vera með... ég er á námslánum..ég á ekki 100$..sorry... en allavega 50$ :) (ég fréttir reyndar að þú færir ekki út í búð fyrir minna en 100$...)
hey kommentaður svo að ofan, finnst þér ekki fyndið????